RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Snjór

Um helgina snjóaði. 

Ég bíð spenntur eftir að það snjói meira.

Sérstaklega þar sem skíðalyfturnar eru tilbúnar í að flytja mig á toppinn svo ég geti rennt mér niður.

stolalyfta

Jólaljós

Þegar kemur að jólaljósum fara sumir langt yfir strikið.

Setja allt of margar perur sem þekja allt of stóran hluta af húsinu.

Þessi setti ekki of mikið.

Sumir myndu segja of lítið.

IMG_9190

Ljóta húsið

Það eru örugglega margar skoðanir á því hvað sé ljótasta húsið í Reykjavík.

Í mínum huga er ljótasta húsið við bakka Elliðaár.

Ég var að spá í að setja inn mynd af öllu húsinu en gat ekki fengið mig til þess.

Ég setti inn mynd af innganginum í húsið.

Það er ótrúlegt en inngangurinn er skást útlýtandi hlutinn af öllu húsinu.

IMG_9201

Litla rafstöðin

Ég átti leið framhjá litlu rafstöðinni við Elliðaár og fór að velta því fyrir mér hvort það hafi nokkuð rafmagn komið frá henni undanfarin ár.

Ég horfði á hana ögn lengur og komst að því að það skipti ekki máli.

IMG_9194

Álfur út úr hól

Í Reykjavík er hóll.

Hóll sem lætur lítið yfir sér.

Ég hefast um að nokkur maður myndi taka eftir hólnum ef ekki væri fyrir þessa framhlið.

En þótt þú setjir útidyr á hól.

Er engin trygging fyrir því að það komi álfur út úr hól.

IMG_9173

Norðurljós

Í samkeppni norðurljósa og rafljósa vinna norðurljósin alltaf. 

Jafnvel þó þau séu á bak við ský og fjöll.

nordurljos

Hestar

Það eru margar leiðir til að ferðast um landið.

Ein besta leiðin til að njóta útsýnisins er að fara á góðum hesti.

Þú situr hátt og sérð vel í kringum þig.

Svo þarftu oft ekkert að fylgjast með veginum.

Hesturinn gerir það fyrir þig.

IMG_0746

Velkominn

Ég fékk á tilfinninguna að ég væri ekki velkominn framhjá þessu skilti.

IMG_9144

List eða ekki list

Einhvern tíman var mér sagt að listaverk væri listaverk ef það hefði engan annan tilgang en að vera listaverk.

Þá fór ég að velta fyrir mér hvort þetta væri listaverk eða ekki.

Á þessum stað hefur listaverkið engan annan tilgang en að vera listaverk og hlýtur þá að vera listaverk.

Í upphafi var þetta framleitt sem túrbína í vatnsaflsvirkjun telst því alls ekki vera listaverk.

Ég er ekki viss hvort þetta sé list eða ekki list

IMG_9148

Stutt en langt í burtu

Á Íslandi þarf aldrei að fara langt til að komast langt frá byggð.

Stutt frá reykjavík í miðri auðninni. 

Engin merki um annað fólk.

Nema borgarljós og Friðarsúla í fjarska.

IMG_9138

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband