Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Fimmtudagur, 8. október 2009
Esjan
Það er næstum því sama hvar ég er.
Næstum alstaðar sést Esjan
Oftast sé ég Esjuna úr fjarlægð.
Sjaldnar er ég nær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7. október 2009
Hlið
Þrátt fyrir að skiltið á hliðinu sé ekki til að bjóða mann velkominn er eitthvað vinalegt við hliðið.
Þetta virkar a.m.k. ekki á mig sem hliðið að haugunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. október 2009
Höfnin
Á kyrru haustkvöldi þá er eitthvað róandi við að komast fara niður á höfn og skoða bátana.
Undanfarið hefur mér fundist það vera að færast líf í höfnina aftur.
Höfnin er ekki lengur bara geymslustaður fyrir báta. Höfnin er orðin eitthvað meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2009
Verbúðir
Lengi vissi ég ekkert hvaða hús þetta voru.
Gömlu verbúðirnar Gersgötu.
Þar var ekkert við að vera.
Nú hefur líf verið að færast í verbúðirnar og vonandi heldur það áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. október 2009
Veturinn nálgast
Í morgunn tók ég eftir að frostrósirnar voru að springa út á bílrúðum og litlar stjörnur sáust á jörðinni.
Nú vantar bara aðeins meira frost og snjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. október 2009
Er þetta hinn íslenski Þursaflokkur?
Á menningarnótt passaði ég mig á því að mæta á réttum tíma í Hljómskálagarðinn til að hlusta á hinn íslenska Þursaflokk leika alltof fá lög.
Ég kom mér fyrir á góðum stað rétt við sviðið tilbúin að hlusta á þá leika sitt þjóðlagaskotna progrokk og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Það eina sem skyggði á gleðina var að unga fólkið í kringum mig virtist ekki alveg vita hvaða hljómsveit væri þarna á sviðinu.
Einn unglingur við hliðina á mér leit á mig í miðjum Skriftargangi og spurði mig hvort þetta væri hinn íslenski Þursaflokkur.
Það eina sem ég gat huggað mig við, var að þrátt fyrir að vita vart hverjir spiluðu á sviðinu. Þá líkaði honum það sem hann heyrði og ætlaði að hlusta á þá aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. október 2009
Hænur
Á nokkrum stöðum hefur fólk tekið upp á því að hafa hænur í garðinum hjá sér.
Það gæti verið gaman að hafa nokkrar landnámshænur og einn hana á vappi um garðinn sem sjá um að það eru alltaf til fersk egg og aldrei hætta á að sofa of lengi.
Þessar hænur voru á göngu innan girðingar í húsdýragarðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)