RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Undan stíflu

Vatnið rennur yfir og undir Elliðaárstífluna.

Það er alltaf þess virði að stoppa hjá stíflunni.

IMG 0213

Varðfugl

Eftir að hafa varist árásum kría var gott að komast úr kríuvarpinu þar sem friðsamari fuglar héldu til.

Fljótlega tók þrösturinn við og hóf árásir.

Það sést að hann er ekkert alltof ánægður að sjá mig.

IMG 2352

Tveir vinir

Fuglarnir í bjarginu eru ekki allir eins.

Það aftraði þessum ekki frá því að verða vinir.

IMG 4812

Horft til himins

Alla tíð hefur fólk verið upptekið af því að horfa upp í næturhimininn.

Sumt fólk er að skoða stjörnurnar, annað er í leit að geimverum en ég horfi aðallega til að sjá norðurljós.

nordurljos4

Yfirlýstur himinn

Það eru vissulegir kostir sem fylgja því að allar götur eru upplýstar og öll hús uppljómuð.

Það er næstum því dagsbirta allan daginn.

Stóri gallinn við upplýsinguna er sá að við missum næturhimininn.

Stjörnurnar sjást ekki nema þær allra skærustu og norðurljósin sjást illa eða ekki neitt.

Á vetrarkvöldum fer ég oft í fjörunna til að losna við borgaljósin og horfi á norðurljósin og stjörnurnar.

Það hljóta að vera til leiðir til að lýsa upp göturnar án þess að lýsa stjörnurnar og norðurljósin í burtu.

nordurljos1

Norðurljós

Síðasta vetur voru norðurljós frekar sjaldséð og þá sjaldan þau komu voru þau svo dauf að þau sáust vart.

Laugardagskvöldið síðasta voru þau ekki í felum,  þau öskruðu eftir athygli og fengu hana óskipta frá mér.

Þessu kvöldi var betur varið í að horfa til himins en á sjónvarp.

nordurljos3
Fleiri norðurljósamyndir


Gamli tíminn

Í nokkra áratugi var ekki nein bílaþvottastöð betri en Bliki í Sigtúni.

Það sást á löngum röðum af óhreinum bílum sem biðu eftir að komast á færibandið að ég var ekki einn um þessa skoðun.

Þar var hægt að ganga með bílnum og horfa á hann verða hreinan eða sitja í bílnum og horfa á öll tækin í kring breyta skítuga bílnum í hreinan.

Síðar tóku menn með tuskur og svampa við snúningsburstunum og bæði þvottastöðin og gatan breyttu um nafn.

En alltaf var þetta besta þvottastöðin.

Þessi mynd var tekinn í síðasta sinn sem ég sá húsið sem áður hýsti þvottastöðina.


Perlan

Það er ekki bara að það sjáist víða úr Perlunni heldur sést hún líka víða að.


Súla

Á haustin lýsir Friðarsúlan upp í loftið.

Ég hef lengi velt því fyrir mér hversu hátt hún nær.


Nýtt sjónarhorn

Það þarf stundum ekki annað en nýtt sjónarhorn til að lítt spennandi staðir fái á sig ævintýrablæ.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband