Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Gamli Willis
Ég sá þennan gamla Willis jeppa á leið til endurnýjunar lífdaga.
Gamlir Willis jeppar eru háværir, hastir, valtir og aflvana.
En það skiptir engu máli.
Hann er flottur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Afstæð stærð
Þegar ég mætti þessari dráttarvél fór ég að velta fyrir mér hvort dráttarvélin væri stór eða vegurinn lítill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Flótti
Ég var að ganga framhjá litlu vatni í sumar.
Allt í einu rauk andamamma út á vatnið með ungana sína níu.
Hún var að flýja mig.
Ég vissi ekki að ég væri svona ógurlegur í útliti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Rekavið
Keflavík fékk nafnið vegna þess hvað það var mikið af rekavið í fjörunni.
En í dag kemur rekaviður í fjöruna.
Í einhverjum stórsjónum hefur þessi rekaviður farið langt upp læk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Kría
Ég hef alltaf gaman að því að fylgjast með kríum.
Jafnvel þótt þær séu háværar, skapstyggar, árásargjarnar og eigi það til að drita á þá sem standa undir þeim.
Aðalatriðið er að vera með góða húfu og vel á verði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Lundar
Eins og oft áður varði ég stórum hluta af sumarfríinu á bjargbrún og skoðaði fugla.
Fyrsta stoppið var hjá lundanum.
Það er alltaf eitthvað sem heillar við hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Bangsadagur
Til að gera daginn betri.
Þó þér finnist þú ekki gera neitt annað en týna upp rusl eftir aðra.
Er oft nóg að taka bangsann með í vinnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Lögmáli hafnað
Um helgina var ég í miðbæ Reykjavíkur og sá nokkra unga drengi sem höfnuðu einu af lögmálum náttúrunnar.
Það virðist eins og þeir hafi hafnað þyngdarlögmálinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Foss
Þessi foss er á vestfjörðum
Langt fyrri utan alfaraleið en virkilega þess virði að heimsækja.
Samt er ágætt að það vitti ekki allir hvar hann er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. ágúst 2008
Vörður
Á leiðinni í Keflavík fyrir vestan eru vörður. Ég held að vörðurnar séu óteljandi.
Ég veit a.m.k. ekki um nokkurn sem hefur haft fyrir því að telja vörðurnar.
Í fyrsta skipti sem einhver fór til Keflavíkur var reglan sú að sá hinn sami átti að hlaða vörðu.
Að lágmarki 3 steinar.
Vörðuna urðu allir að hlaða til að geta ratað aftur til baka.
Ég hlóð mína vörðu fyrir mörgum árum.
Hér má sjá brot af vörðunum sem eru á staðnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)