Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Mastrið
Þetta er langt frá því að vera hæsta mastur landsins.
Þetta er ekki heldur glæsilegasta mastur landsins.
En þetta er vestasta mastur landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Sykurpúðar
Ég man eftir því þegar litlir heybaggar dreifðust um öll tún.
Í dag eru engir heybaggar.
Nú dreifa menn ofvöxnum hvítum sykurpúðum um öll tún.
Þessa sykurpúða fann ég í Skagafirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Aida
Á hverju sumri kemur skemmtiferðaskipið Aida til Íslands.
Þetta er vissulega ekki stærsta skipið sem kemur til landsins.
En það fær mig alltaf til að brosa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Á þurru landi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Óþarfur undanfari afreksmanns
Á meðan flestir maraþon hlauparar hlaupa eða ganga alla leið er einn sem fær annað hlutverk.
Einn bíll ekur fyrir framan fremsta hlaupara.
Á toppgrind bílsins er skeiðklukka svo hlauparinn geti séð á hvaða tíma hann er.
Ég hef aldrei skilið almennilega tilganginn með þessum bíl.
Af hverju er verið að láta jeppa silast um götur borgarinnar til að einn hlaupari sjái á hvaða tíma hann hleypur?
Um helgina sá ég að margir hlauparar voru með sérstök hlaupaúr á hendinni sem gaf upp meðal annars tíma, vegalengd og hraða. Allt upplýsingar sérsniðnar fyrir hvern og einn.
Svo er líka hægt að koma fyrir nokkrum klukkum á víð og dreif um hlaupaleiðina. Þá geta allir séð sinn tíma meðan það er hlaupið.
Ég held að hlaupaúr og kyrrstæðar skeiðklukkur séu betri hugmynd en að láta bíl með ofvaxna skeiðklukku silast í hægagangi heilt maraþon fyrir framan einn mann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Hlaup og flugeldar
Um helgina fór hlupu nokkur þúsund manns mislangar vegalendir í Reykjavíkurmaraþoninu.
Eins og venjulega stóð ég á hliðarlínunni og fylgdist með og tók myndir.
Slökkviliðsmenn og vinir þeirra koma í mark í hálfu maraþoni.
Um kvöldið var svo menningarnæturflugeldasýningin.
Ég hjólaði á góðan stað og tók nokkrar myndir.
Ég hef kannski gert mér of miklar væntingar. Ég átti von á stærri sýningu með meiri hávaða. En sýningin var flott.
Margir ökumenn ákváðu að sýna öllum hversu vel stæðir þeir voru þrátt fyrir hátt bensínverð með því að hafa bílvélina í gangi á meðan þeir horfðu á sýninguna. Þeir þekkjast á rauðu ljósunum aftaná bílnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Margt býr í þokunni
Eitt sinn var mér sagt að margt byggi í þokunni.
Ef ég horfi á þessa þoku get ég ekki séð að það búi neitt í henni.
Ég sé eiginlega ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Reykjavíkurmaraþon
Á morgun er Reykjavíkurmaraþon.
Þá hlaupa nokkur þúsund manns misstóra hringi.
Hér kemur lukkudýr hlaupsins í fyrra í mark.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Vængur
Ég hef alltaf haft gaman að kríum.
Vissulega eru þær háværar, úrillar og árásargjarnar.
En algerir snillingar í flugi.
Stundum fara þær svo hratt að það getur verið erfitt að ná allri kríunni á mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Gamla bryggjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)