RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Bílbátur

Mér hefur alla tíð fundist miður að bíllinn minn getur ekki ekið á vatni.

Á sýningu Fornbílaklúbbsins 17. júní sá ég bíl sem mér leist vel á.

IMG 1408

Þetta var kannski ekki flottasti bíllinn á svæðinu en það var eitthvað við hann.

IMG 1432

Sérstaklega að bíllinn var með fjögur hjól og tvær skrúfur.

IMG 1405

Pappírsskip

Sumir reyna að brjóta saman skip úr pappír.

Aðrir brjóta saman skip úr járni.

IMG_1126

Krani

Ég fer reglulega framhjá þessum krana.

Ég er samt aldrei viss hvort hann sé að koma eða fara.

IMG_1112

Viskíglasið

Þegar ég var í Skotlandi fór ég í viskísmökkun.  Þar fengum við hið eina sanna viskíglas.  Það tók nokkur hundruð ár að finna það upp en nú er það loksins komið.

Sérhannað til að bragð og lykt njóti sín til fulls.

Ég er ekki frá því að það hafi virkað.


Kranar

Eftir að hafa náð góðum árangri í skógrægt tóku menn til við að gróðursetja byggingakrana allstaðar þar sem hægt er að koma þeim fyrir.


Gaktu þá yfir

Eitt sinn heyrði ég þessa sögu um Gullfoss.  Mæli samt engan vegin með að nokkur reyni að leika þetta eftir.

Á hverju sumri kom smaladrengur að sitja yfir ánum við Gullfoss.  Hinumegin við ánna var smalastúlka í sömu erindagjörðum.

Hittust þau á hverju sumri og kölluðust á yfir fossinn.

Eitt sumarið kallaði smaladrengurinn yfir ánna og spurði hana hvort hún vildi giftast sér.

Svaraði hún því að ef hann vildi eiga hana yrði hann að koma yfir ánna til sín.

Gekk þá smaladrengurinn til hennar yfir ánna rétt við fossbrúnina og lifðu þau hamingjusöm það sem eftir var.


Bullhringurinn

Í Birmingham eru mörg falleg hús en líka mörg ljót.

Húsið hér að neðan heitir Bullring og fellur svo sannanlega í annan flokkinn. 

Það ætti að vera augljóst um hvorn flokkinn ég er að tala.


Hangið í vinnunni

Ég sagði eitt sinn frá amerískum verkamönnum sem voru hangandi í vinnunni.

Það virðist tíðkast á fleiri stöðum.

Í Rússlandi fann ég þennan mann sem var hangandi í vinnunni.


Bláalónsáskorun

Í gær fór ég í Bláa lónið.  Ég ákvað að fara ekki auðveldu leiðina heldur tók ég þátt í Bláalóns áskorun hjólreiðafélags Reykjavíkur.

Hægt var að hjóla 40 eða 60km.  Þar sem ég var að fara í fyrsta skipti og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara útí ákvað ég að taka styttri leiðina. 40 km.  Takmark mitt fyrir keppnina var að klára undir þrem tímum.

Ég mætti fullur bjartsýni til leiks og kom mér fyrri við ráslínuna.

IMG_0956

Fljótlega var mér svo bent á að við værum að fara í hina áttina og ég snéri mér við.

IMG_0957

Ég náði góðu starti og hélt af stað. Fljótlega uppgötvaði ég að ég var ekki bara að keppa á malarvegum.  Ég var líka að keppa á stórgrýtisvegum og blautum moldarslóðum. 

Eftir að hafa farið upp og niður brattar brekkur og gengið að mér fannst vel fyrstu 10 km fóru fyrstu 60 km keppendurnir að fara framúr mér.

Þeir voru flestir á umtalsvert betri hjólum en ég og í mun betra formi.

Ég lét það ekki á mig fá og hélt mínu striki.  Komin á góða ferð þegar loftið í afturhjólinu ákvað að fara út dekkinu.  Ég var með bætur og pumpu á mér svo viðgerðir hófust.  Ég var fljótur að finna gatið en sama hvað ég gerði þá hélt alltaf áfram að leka.  Ekki hjálpaði til að pumpan mín var lítil og dældi litlu lofti í einu.  

Birtist þá bjargvættur á hvítri Toyota smárútu sem hafði stórvirka pumpu með sér.  Pumpa bjargvættarins breytti öllu og gat ég lagt af stað eftir að hafa barist við dekkið í um 40 mínútur.

Á miðri leið var drykkjarstöð.  Sannkölluð vin í eyðimörkinni.  Orkudrykkir, appelsínur, bananar og súkkulaði.  Allt sem þurfti til að fylla á geymana og senda mig af stað aftur fullur af orku og krafti.  Svo var líka gott að komast á venjulegan malarveg.  Stuttu síðar komst ég meir að segja á malbik.

Ísólfsskálabrekka er smá brekka sem ég efast um að ég myndi taka eftir á bíl.  Á reiðhjóli er þetta bratt risafjall.  Virkilega erfitt að hjóla upp en mjög auðvelt og skemmtilegt að hjóla niður.

Eftir að hafa hjólað gegnum Grindavík og eftir malarslóða við hlíðar Þorbjarnar fór ég að sjá Bláa lónið.  Ég hef aldrei verið eins kátur yfir því að sjá Bláa lónið.  Þrem tímum og fjörutíu mínútum eftir að ég lagði af stað frá Vigdísarvöllum kom ég í mark.  Ég held því fram að ég hafi staðið við þriggja tíma takmarkið.  Þrír tímar að hjóla og fjörutíu mínútur í dekkjaviðgerðir.

Það var virkilega gott að komast í Bláa lónið.  Geta lagst í heitt vatnið og finna þreytuna líða úr líkamanum.

Á næsta ári stefni ég á að fara 60km leiðina, vera með auka slöngu með mér og vera á betri tíma.

IMG_0996

Prammi

Hvaða prammi þetta er eða hvað hann var að gera úti í miðri Reykjavíkurhöfn hef ég ekki hugmynd.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband