Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Mánudagur, 30. júní 2008
Betri not
Fyrir nokkrum árum komu tveir veiðifélagar mínir með ofvaxna sundhringi í Hítarvatn sem þeir ætluðu að nýta til veiða á vatninu.
Aflinn varð ekki eins og til stóð svo þeir ákváðu að fynna betri not fyrir sundhringina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2008
Óperuhúsið
Í Danmörku ákvað gamall maður að gefa dönsku þjóðinni nýtt óperuhús.
Eina skilyrðið var að hann vildi ákveða staðin og hvernig húsið liti út að utan og innan.
Ég fór upp í Marmarakirkjuna og skoðaði húsið frá hærri stað.
Þá var allt í beinni línu.
Húsin við hringtorgið þar sem Margrét Þórhildur býr og nýja óperuhúsið. Á milli er lítill almenningsgarður með gosbrunn sem gamli maðurinn hafði gefið drottningunni sjálfum sér til dýrðar.
Svona á að tryggja að allir munu muna eftir þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júní 2008
Óþekkta brúin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Læðst í grasinu
Kötturinn læðist um grasið í leit að ævintýrum og smáfuglum.
Eftir að hafa fundið ævintýrin fór hann út í mýri og setti á sig stýri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Gott útsýni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Lundi
Einhvern tíman var mér sagt að lundinn væri fugl með alltof litla vængi og of stóran mislitan gogg.
Það er hugsanlega rétt.
En þetta er flottur fugl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. júní 2008
Kúbismi
Einhvern tíman var útskýrt fyrir mér að kúbismi væri listastefna þar sem menn notuð mikið reglustikur.
Þetta sá ég í grennd við Keflavíkurflugvöll.
Hvort þetta sé kúbískt listaverk eða radar er ég ekki alveg viss.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júní 2008
Dúfnakofinn
Eitt sinn ákváðu nokkrir framtaksamir ungir menn að byggja sér dúfnakofa.
Þeir söfnuðu saman byggingarefni og hófu smíðar.
Til að forðast válind veður var ákveðið að vera frekar inni við smíðarnar og flytja svo húsið út þegar það væri tilbúið. Þess vegna komu þeir sér fyrir inni í þvottahúsi heima hjá einum þeirra.
Þegar dúfnakofinn var tilbúin gerðu drengirnir sér grein fyrir því að það var alveg sama hvernig kofinn snéri. Kofinn var alltaf stærri en þvottahúshurðin.
Þá var dúfnakofinn tekinn í sundur og aldrei settur saman aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júní 2008
Vatn
Oft þarf ekki mikið til að gleðja hunda.
Það nægir að sprauta vatni nálægt Emblu.
Hún reynir að grípa dropa þegar þeir fara framhjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Kirkjan klædd
Það er reglulega verið að klæða hús með ýmsum aðferðum.
Stundum er það til bóta en stundum ekki.
Ég held að græna kápan á Hallgrímskirkju sé ekki til bóta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)