RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vatnstankurinn

Rétt fyrir utan Keflavík er þessi vatnstankur.

Í Bandaríkjunum hef ég séð vatnstanka sem líkjast fljúgandi diskum eða einhverju úr öðrum heimi.

Þessi tankur líkist vatnstanki á stöplum.


Dáttarvél

Þegar ég ferðast um sveitirnar finnst mér eins og traktorarnir séu alltaf að stækka.

Ég fékk ekki þá tilfinningu í Flatey.

Þar er traktorinn nógu stór.  Ekki of stór.

IMG 0546

Viti

Sá þennan vita á skeri fyrir utan Flatey.

Það þarf að bíða eftir flóði til að geta gengið upp tröppurnar.

IMG 0625

Súla

Á leiðinni frá Flatey sá ég þessa súlu standa upp úr sjónum.

Af hverju menn hafi fundið þennan stað til að vera súlustaður eyjarinnar veit ég ekki.

En hún lýtur vel út þar sem hún er.

IMG 0628

Flatey

Ég fór með Baldri yfir Breiðafjörð á leiðinni á sjóstangaveiðimót um helgina.

Eins og venjulega var komið við í Flatey.

Ég fór ekki í land en ég horfði yfir eyjuna og skoðaði húsin þar.

Ég held að það sé búið að gera upp öll húsin í eyjunni og mála og gera fallleg.

Öll húsin nema eitt.

Húsið við bryggjuna þar sem allir ferðamennirnir koma í land er eitt það verst farna og ljótasta hús sem ég hef séð.  Samansett úr ryði, fúa og sprungum.

Ég held að það sé komin tími á að gera eitthvað við þennan hjall.

IMG 0593

Hér eru myndir af fallegum og vel hirtum húsum í Flatey.


Fiskur

Síðustu helgi fór ég á sjóstangaveiðimót á Patreksfirði. 

Þar veiddi ég meira en ég hef nokkurn tíman veitt.

Á tveim dögum veiddi ég rúm ellefuhundruð kíló.

IMG_0809
Hér er aflinn seinni daginn. 
Tæplega tvö full kör af fiski.

Skarfar

Tveir skarfar stóðu á steini og nutu veðurblíðunnar og létu sem þeir sæju mig ekki þegar ég sigldi framhjá.


Gamla höfnin

Eftir áratugalangan ágang sjáfar hefur gamla steypta bryggjan á Hellissandi látið á sjá. 


Gamla þakið

Þakið á gamla bátaskýlinu var farið að láta allverulega á sjá.

Það sem eftir var af þakinu var ryðgað.

Eftir að myndin var tekin fauk þakið í burtu.

Ég kunni samt alltaf vel við gamla ryðgaða þakið.


Kúluvél í kjallara

Í teiknimyndum eru oft mörg skilti sem benda á sama hlutinn til að vera viss um að hluturinn finnist.

Hjá einum golfklúbbnum hafa einhverjir hugsanlega fengið þessa hugmynd til að tryggja að sem flestir viti að það er kúluvél í kjallara.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband