Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Máfur
Ég hef aldrei haft neitt á móti máfum.
Máfar eru flottir fuglar sem fljúg glæsilega um himininn.
En máfar eru eins og þorskar.
Þeir eiga heima á sjónum, ekki á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Gaddavír
Í kringum höfuðstöðvar Sorpu er verkleg gaddavírsgirðing.
Líklegast til að varna ruslinu að sleppa í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Ljósastaurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Gamla verksmiðjan
Ég átti leið framhjá gömlu áburðarverksmiðjunni.
Ég held að það þurfi fleiri ruslabíla til að taka hana í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Gúmmíbáturinn
Það þarf ekki stóran bát eða öflugar græjur til að geta siglt um sjóinn.
Hér kemur lítill gúmmíbátur að landi á næstum því sléttum sjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Horfna merkið
Þrátt fyrir að Sovétríkin séu ekki lengur til og Rússar hættir að vera kommúnistar og orðnir kapitalistar þá er ekki alveg búið að hreinsa upp öll ummerkin.
Á postulínsverksmiðju í Pétursborg eru hamarinn og sigðin en á sínum stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Glampi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Kanínan
Það eru fá dýr sem ná að fjölga sér eins hratt og kanínan.
Það er einföld skýring á því.
Það er ekki nokkurt annað dýr sem er á matseðli jafnmargra annarra dýra og kanínan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Stíflan
Uppáhalds göngubrúin mín er Elliðaárstíflan.
Mér er með öllu ómögulegt að fara framhjá stíflunni án þess að ganga yfir hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Garðskraut
Ég hef nokkrum sinnum sagt frá hrifningu minni á endurunnu garðskrauti. Landbúnaðartæki hafa þar verið ofarlega á blaði.
Það er svo margt annað sem hægt er að nýta sem garðskraut.
Það þurfa ekki allir garðar að vera eins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)