Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Flugvarðan
Rétt við Keflavíkurflugvöll fann ég þessa vörðu.
Hún er líklegast verið nýtt þegar til að hjálpa flugmönnum að rata á flugvöllinn í þoku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. mars 2008
Látrabjarg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2008
Sumarfrí ákveðið
Á suðurskautslandinu eru kríurnar farnar að hugsa sér til hreyfings.
Nú fer að hausta á suðurskautinu.
Þá er best að skella sér til í sumarfrí til Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. mars 2008
Kirkjan
Það er kirkja rétt hjá þar sem ég á heima.
Stundum vekur hún mig á sunnudagsmorgnum.
Hún á samt að vera nákvæmlega þar sem hún er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Tunglið
Fyrir mörgum árum fóru menn til Tunglsins. Líklegast til að hitta kallinn skrítna sem víst á heima þar.
Fljótlega hættu þeir ferðunum og engin hefur átt erindi til Tunglsins í áratugi.
Þeir hafa líklegast ekki hitt kallinn í Tunglinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Fjöllin
Ég fór um helgina í 10 ára afmæli JCI Vestfjarða. Meðal þess sem við gerðum var að borða góðan mat í gömlu fjósi í Arnardal sem er búið að breyta í glæsilegan aðstöðu.
Þegar ég steig út sá ég tvö glæsileg fjöll. Eyrarfjall og Erni.
Þetta útsýni get ég horft á endalaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Köttur í parís
Ég sá kött leika sér í parís með misjöfnum árangri.
Þegar ég ætlaði að taka mynd af leiknum, labbaði hann í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. mars 2008
Margt býr í þokunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
Ekkert til að hafa áhyggjur af
Ég ákvað að skreppa á Ísafjörð um helgina. Hitta góða vini og fagna 10 ára afmæli JCI Vestfjarða. Eins og venjulega ákvað ég að fara akandi. Vinur minn var ökumaður og eigandi Toyotu bifreiðar sem er einmitt jafngömul og JCI Vestfirðir.
Ferðin gekk mjög vel. Nema þegar við vorum tiltölulega nýkomin framhjá Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi mættum við miðjumanni á Cherokee jeppa. Nokkuð augljóst var að ökumaðurinn var mikill miðjumaður því hann hélt sig á miðjum veginum.
Ökumaður bílsins sem ég var í ákvað að betra væri að fara hægramegin við vegbrúnina en vinstramegin við stuðarahornið á bílnum sem við mættum.
Ökumaðurinn á dökka Cherokee jeppanum komst réttilega að því að það væri allt í lagi með okkur þarna við hliðina á veginum og jafnframt að hann væri ekki á bíl sem gæti dregið okkur aftur upp á veg. Þess vegna var engin ástæða til að stoppa heldur var ekið áfram.
Stuttu síðar kom bjargvættur á Toyota jeppa á 44" dekkjum með krók og kaðal sem dró bílinn upp á veg svo við gátum haldið áfram og kunnum við honum okkar bestu þakkir.
Að lokum vil ég þakka ökumanni Cherokee jeppans kærlega fyrir að gefa okkur góða sögu til að segja frá.
Það hefði kanski verið skemmtilegra að stoppa hjá okkur svo þú hefðir getað deilt henni með okkur.
Bloggar | Breytt 12.3.2008 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. mars 2008
Chelsea traktor
Á Englandi er mikið talað Chelsea traktora.
Þetta eru ekki dráttarvélar eins og við þekkjum þær.
Chelsea traktorar eru ekki alvöru traktorar.
Chelsea traktorar eru stórir jeppar af ýmsum tegundum sem eru nær eingöngu notaðir innanbæjar og dæmi eru um jeppa sem hafa aldrei séð stærri torfærur en hraðahindrun.
Þegar gamla bílnúmerakerfið var í gildi á Íslandi, voru sér númeraplötur fyrir traktora. Traktorar í Reykjavík höfðu allir númerið RD.
Ég sá þennan jeppa um daginn.
Er bílnúmerið tilviljun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)