RFV - Hausmynd

RFV

Ekkert til að hafa áhyggjur af

Ég ákvað að skreppa á Ísafjörð um helgina.  Hitta góða vini og fagna 10 ára afmæli JCI Vestfjarða.  Eins og venjulega ákvað ég að fara akandi.  Vinur minn var ökumaður og eigandi Toyotu bifreiðar sem er einmitt jafngömul og JCI Vestfirðir.

Ferðin gekk mjög vel.  Nema þegar við vorum tiltölulega nýkomin framhjá Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi mættum við miðjumanni á Cherokee jeppa.  Nokkuð augljóst var að ökumaðurinn var mikill miðjumaður því hann hélt sig á miðjum veginum.

Ökumaður bílsins sem ég var í ákvað að betra væri að fara hægramegin við vegbrúnina en vinstramegin við stuðarahornið á bílnum sem við mættum.

Ökumaðurinn á dökka Cherokee jeppanum  komst réttilega að því að það væri allt í lagi með okkur þarna við hliðina á veginum og jafnframt að hann væri ekki á bíl sem gæti dregið okkur aftur upp á veg.  Þess vegna var engin ástæða til að stoppa heldur var ekið áfram.

Stuttu síðar kom bjargvættur á Toyota jeppa á 44" dekkjum með krók og kaðal sem dró bílinn upp á veg svo við gátum haldið áfram og kunnum við honum okkar bestu þakkir.

Að lokum vil ég þakka ökumanni Cherokee jeppans kærlega fyrir að gefa okkur góða sögu til að segja frá.

Það hefði kanski verið skemmtilegra að stoppa hjá okkur svo þú hefðir getað deilt henni með okkur.

fastur
Hér má sjá bjargvættinn kippa okkur upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar eru allar hinar myndirnar?

Hulda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:56

2 identicon

Ég dreg þann lærdóm af þessu, að það á enginn nema Ragnar F. Valsson að keyra þegar farið er út á land á bíl!! Gott að vita af skemmtilegri ferð samt! Kveðjur til þín, herra!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband