Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 31. mars 2008
Það er ekkert til sem heitir vont veður. Bara rangur klæðnaður.
Íslenska veðrið er gott að því leiti að að er svo fjölbreytt.
Þessi mynd var tekin í roki og rigningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. mars 2008
Í gættinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. mars 2008
Gosbrunnur
Allar merkilegar borgir í heiminum hafa gosbrunna af öllum stærðum og gerðum. Einu sinni höfðum við Íslendingar glæsilegan gosbrunn í tjörninni. Núna er kominn nýr gosbrunnur sem minnir mig á sturtuhaus á hvolfi. Það vantar allan kraft.
Í London var settur gosbrunnur á mitt Trafalgartorg. Hann er ekki öflugur en það var byggt vel í kringum hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Sláttuvélin
Þegar þessi sláttuvél var ný.
Áður en hún varð öll þakin í ryði.
Hefur þetta örugglega verið stórvirkasta sláttuvél sem grasið í þessari sveit hafði séð til þessa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Sauður
Ég hef aldrei skilið hvað er átt við með hrútleiðinlegur.
Ég hitti þennan hrút um páskana.
Hann var ekki leiðinlegur.
Svo er hann líka sauðmeinlaus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Allt á floti.
Þegar fyrsta flotkvíin kom til Íslands lenti skatturinn í vandræðum með það hvernig ætti að skattleggja þetta furðuverk.
Fyrst héldu þeir að best væri að skattleggja kvína sem skip.
Sú hugmynd gekk upp hjá þeim alveg þangað til þeir uppgötvuðu að þá yrðu starfsmennirnir að sjómönnum með sjómannaafslátt.
Þá var kvínni í snarhasti breytt í hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. mars 2008
Í sveitinni
Ég skrapp í sveitina um helgina.
Það er nauðsynlegt að sleppa af og til úr stressinu og tala við dýrin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. mars 2008
Þjórsá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. mars 2008
Skoðun
Samspil náttúrunnar hættir aldrei að koma mér á óvart.
Þarna var hægt að sameina fuglaskoðun mannsins og mannaskoðun fuglanna.
Eini munurinn var sá að fuglarnir höfðu enga myndavél.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Voru menn minni í gamla daga?
Einhvern tíman var mér sagt að fólk færi stækkandi.
Að fólk í gamla daga hafi verið miklu minna en við.
Þegar ég sé þennan mann standa við dyrnar. Þá trúi ég því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)