RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hjól eða skíði

Það eru tvær íþróttir sem ég hef mest gaman af.  Það  eru hjólreiðar og skíði.

Ég hef aldrei getað áttað mig almennilega á því hvernig best sé að sameina þessar tvær íþróttir.

Þar til núna.

Ég er ekki alveg viss hvort svarið hafi hjólað eða skíðað framhjá mér.

 


Litli hvolpurinn.

Einu sinni var ég á veitingastað sem hafði stórt skilti á áberandi stað.

Á skiltinu stóð

"Öll börn sem eru ekki undir eftirliti fullorðinna fá tvöfaldan expressó og lítinn hvolp"

Hvort þessi hafi einhvern tíman farið á veitingastaðin veit ég ekki.

Hitt veit ég að hvolpurinn er löngu hættur að vera lítill.


Hús

Í Aspen eru mörg stór glæsihýsi.

Eftir að hafa skoðað fasteignaauglýsingar svæðisins fann ég loksins hús sem hentaði mér.

kofi

Garðskálar

Það er vart til sá bær í Bandaríkjunum sem ekki hefur garðskála á miðri grasflöt í miðjum bænum.

Garðskálarnir eiga það flestir sameiginlegt að veita hvorki skjól fyrir veðri eða vindum.

Í Aspen er slíkur garðskáli. 

Jafn skjólríkur aðrir skálar.

Það er samt eitthvað við hann.

garðskáli

Hundur

Sá þennan hund við staur í Aspen.

Ég fékk ekki að taka hann með mér heim.

hundur

Mótmælandi Íslands

Mótmæli

Skjól

Víðsvegar eru bílskýli til að veita bílum skjól fyrir veðri og vindum.

Til að fá skjól fyrir regni er þetta bílastæði ekki það besta í skýlinu.


Rok og rigning

Eitt af því sem ég er vanur hér á Íslandi er rok og rigning.

Í gær var rok og rigning.

Það eina sem var öðruvísi var að það var miklu meira rok og miklu meiri rigning.

Fleiri myndir teknar í rigningu og roki


Gamla leiðin

Núna þegar allir ferðast um á bílum þykir það orðið merkilegt að ferðast um á hestvagni.

hestvagn

Snjór

Það snjóaði í nótt.

Mér þykir alltaf gaman þegar snjóar.

Það birtir yfir öllu.

Það er ekkert til sem heitir of mikill snjór.  Bara rangur útbúnaður.

snjór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband