Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Frímerkjasafnið
Eitt sinn heyrði ég sagt frá manni sem safnaði frímerkjum.
Hann gat setið tímunum saman og skoðað safnið sitt.
Einn dag sat hann við gluggann var að setja frímerkjasafnið sitt í nýja frímerkjabók.
Þá kom vindkvíða og feykti öllu safninu hans út um gluggann.
Eftir það ákvað hann að safna einhverju sem fýkur ekki út um gluggann.
Hér er nýjasti safngripurinn hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Útgerð
Eitt af því sem háir mér þegar ég fer á veiðar er áhugaleysi fiskanna á því að koma nær landi.
Hér er einn veiðifélagi minn sem hefur leyst það vandamál.
Hann fór til fiskanna.
Ég man samt ekki hvort hann hafi veitt nokkuð betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Skýr skilaboð
Ég fór að fylgjast með fótboltamóti BYKO um helgina.
Ég hef ekki mikið vit á fótbolta.
En ég veit að innanvallar er það dómarinn sem öllu ræður.
Þessi dómari kom þeim skilaboðum skýrt til skila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Flug
Þegar brautin er holótt og erfið yfirferðar er stundum betra að stytta sér leið taka flugið yfir ófærurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Skálafell
Ég sá í fréttum í gær að það er búið að opna skíðasvæðið í Skálafelli.
Það eru mörg ár síðan ég fór þangað síðast með skíði.
Það gæti hugsanlega gerst að ég færi á skíði þangað fljótlega ef snjóinn tekur ekki upp.
Myndin hér að ofan var ekki tekin í Skálafelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Heiti potturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Stóra tréð með ljósunum.
Þegar ég sá þetta stóra tré með öllum ljósunum, skil ég ágætlega af hverju það er ekki búið að taka seríuna niður.
Það var nógu mikið mál að setja ljósin einu sinni upp.
Ég veit ekki hvort nokkur nenni að setja öll ljósin upp árlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Hjólreiðar
Fyrir nokkrum árum komst ég að því að það er hægt að hjóla allan ársins hring.
Ég hjóla reglulega í vinnuna. í morgunn var snjókoma þegar ég lagði af stað á hjólinu.
Í Aspen sá ég hjól sem skíðamaður átti.
Hann hafði sett skíðahólka á hjólið svo það var ekkert mál fara hjólandi á skíði.
Ég er samt ekki alveg viss hvort ég eigi eftir að fara hjólandi með skíði í Bláfjöll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Gagnleg skilti
Í Aspen sá ég mörg skilti.
Þar fann ég meðal annars stað þar sem reiðhjól og hjólabretti voru bönnuð. Hvort skiltið átti við húsið, gangstéttina eða allan bæinn vissi ég ekki.
Um miðjan vetur með nokkurra metra snjóskafla allt í kring þótti mér óþarfi að láta vita af því að það gætu verið vetraraðstæður á leikvellinum. Hvað ef skiltið snjóaði í kaf? Hvernig er þá hægt að vita af vetraraðstæðunum.
Verst af öllu þótti mér að geta ekki sest niður og fengið mér að borða á þessum tröppum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Hangið í vinnunni
Mér var snemma kennt að það væri ekki góður siður að hanga í vinnunni.
Ég hélt að það ætti við alstaðar í heiminum.
Í Bandaríkjunum sá ég þetta vinnusvæði.
Þar er gert ráð fyrir því að menn hangi í vinnunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)