Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Reykjavíkurmaraþon
Reykjavíkurmaraþonið fór fram um síðustu helgi.
Þar hlupu hlauparar 3, 10, 21 og 42 km.
Ég lét mér næga að standa á hliðarlínunni og fylgjast með fólkinu koma í mark.
Einnig fannst mér gaman að fylgjast með sérlegu lukkudýri hlaupsins þar sem hann var á hjólum í kringum keppendur á lokasprettinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. ágúst 2007
Þetta er ekki besta hjólaleiðin
Eftir að hafa reynt að hjóla yfir tjörnina hefur einhver ákveðið að leggja hjólið frá sér og fara aðra leið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Ljósmyndasýning í JCI Heimilinu Hellusundi 3 á menningarnótt
Þessi mynd og fleiri verða á sýningunni hjá mér í JCI heimilinu Hellusundi 3 á menningarnótt.
Þessa mynd tók ég fyrir nokkrum árum á kvöldgöngu í Birmingham.
Stundum er ekki hægt að ganga framhjá án þess að taka mynd.
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Ljósmyndasýning í JCI heimilinu Hellusundi 3
Á menningarnótt mun ég vera með sýningu á ljósmyndum sem ég hef tekið í gegnum tíðina.
Sýningin er hluti af dagskrá sem JCI stendur fyrir á menningarnótt og hefst kl.14:00
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Fuglalíf tjarnarinnar
Mér skilst að það sé afrek út af fyrir sig að ná mynd af svona stóru svæði á tjörninni án þess að mávur sé að þvælast fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Fjörugrjót
Í Reynisfjöru var þessi steinn að berjast fyrir tilverunni sinni á meðan Norður Atlantshafið barði á honum með reglulegu millibili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Listin að pakka
Tilgangurinn með því að pakka inn gjöfum er sá að viðtakandinn viti ekki hvað er í pakkanum fyrr en hann er opnaður.
Uppi á dekkinu má sjá innpakkaða gjöf.
Í þessu tilfelli held ég að eitthvað hafi mistekist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 11. ágúst 2007
Lítil sæt og loðin
Ég hef alltaf verið hrifin af litlum, sætum og loðnum dýrum.
Ef þau verða of lítil þá verða sumir einhverra hluta hræddir við þau.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Íslenski sveitavegurinn
Ég man eftir því þegar allir sveitavegirnir á íslandi voru líkir þessum. Samansettir úr möl, mold og holum.
Eini malbikaði veghlutinn í Hvalfirðinum var tæplega tvöhundruð metra bútur fyrir framan Þyril.
Í dag eru malarvegir sjaldgæfari en malbikið var fyrir 30 árum.
Það er spurning hvort ekki væri réttast að friða þessa örfáu metra sem eru eftir ómalbikaðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Turninn
Alltaf þegar ég sé svona stóra íbúðarturna velti ég því fyrir mér af hverju allt þetta fólk vill búa í sama húsinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)