RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Varðhundurinn

Sumir nota hunda sem vörn fyrir heimilið. 

Varhunda sem stöðva alla óviðkomandi.

Ég sá þennan hund standa í dyrunum. 

Hann er alltof góðlegur til að geta verið varðhundur.


Varðhundurinn góðlegi

5dyra Lada Sport

Það er margt sem ég héld að yrði aldrei búið til.

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá 5 dyra Lödu Sport.

Í Péturskort fann ég þessa Lödu.

Af hverju hefur engin komið til Íslands


Lada Sport

Gamla herstöðin

Uppi á miðnesheiði er gömul herstöð.

Fyrst kom herinn þegar heimstiriöldin síðari var í fullum gangi.

Svo kom kaldastríðið.

Nú er það allt búið.

Kaninn farinn heim með þyrlurnar, officera klúbbinn, Wendys og TacoBell.

Í kringum herstöðina var öflug girðing til að kommúnistum, kindum og öðrum íslendingum í burtu. 

Þegar ég var barn var ég sendur í pössun til frænku í Keflavík.  Hún bjó við þessa varnarlínu.

Berin voru miklu betri í Ameríku.  Með nokkurra metra millibili var gat á girðingunni svo hægt væri að komast í þessi stórkostlegu Amerísku krækiber sem voru mun stærri, sætari og betri Ameríkumeigin en á Íslandi.

Nú hefur girðingin svipað gildi og Berlínarmúrinn.


Keflavíkurgirðingin

Veðursteinninn

Á Sólheimum í Grímsnesi er þessi veðursteinn.  Einfalt og þægilegt verkfæri til að fá nákvæmar upplýsingar um veðurlag á hverjum tíma.

Leiðbeiningarner eru einfaldar:
Ef steinninn er blautur þá er rigning
Ef steinninn er þurr þá er ekki rigning
Ef skuggi er af steininum þá er sólskin
Ef steinninn sveiflast til og frá þá er vindur
Ef steinninn er hvítur að ofan þá er snjókoma
Ef steinninn hoppar upp og niður þá er jarðskjálfti
Ef þú sérð ekki steininn þá er annaðhvort myrkur eða honum hefur verið stolið


Veðursteinn

Gamla dráttarvélin

Ég sá þessa gömlu dráttarvél við Eyjafjörð.

Það er löngu hætt að nota hana og hún á aldrei eftir að fara í gang aftur.

Samt held ég að hún myndi skreyta hvaða garð sem er.


Gamla dráttarvélin

Útsýni

Þegar útsýnið er svona flott, skiptir engu máli hvert er verið að fara, hvaðan er verið að koma eða hver farmurinn er.

Það er nauðsynlegt að stoppa.

Og horfa.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_bestoff_new_folder_fjordur.jpg

Stormur

Fastur við akkeri fyrir utan Kópavogshöfn held ég að þessi Stormur eigi ekki eftir að blása meir.


Stormur

Hjólhýsi

Mér hefur aldrei líkað vel við fellihýsi.

Horfa á risastórt fellihýsi ýta litlum bíl á undan sér.  Oftast sést bara fellihýsið en ekki bíllinn og engin leið að komast framhjá.

Það eina sem ég veit verra en fellihýsi er hjólhýsi.  Þá getur stór jeppi horfið fyrir framan enþá stærra hjólhýsi

Ég er mjög ánægður með að ég hef aldrei lent fyrir aftan þetta hjólhýsi.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_bestoff_new_folder_hjolhysi.jpg

Hátt gras

Grasið á varnarsvæðinu er hærra en gras annarstaðar á Reykjanesi.

Er það vegna þess að kindum hefur ekki verið hleypt inn frá því um miðja síðustu öld eða vegna þess að allt er svo stórt í Ameríku?


Strá á Miðnesheiði

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband