RFV - Hausmynd

RFV

Gamla herstöðin

Uppi á miðnesheiði er gömul herstöð.

Fyrst kom herinn þegar heimstiriöldin síðari var í fullum gangi.

Svo kom kaldastríðið.

Nú er það allt búið.

Kaninn farinn heim með þyrlurnar, officera klúbbinn, Wendys og TacoBell.

Í kringum herstöðina var öflug girðing til að kommúnistum, kindum og öðrum íslendingum í burtu. 

Þegar ég var barn var ég sendur í pössun til frænku í Keflavík.  Hún bjó við þessa varnarlínu.

Berin voru miklu betri í Ameríku.  Með nokkurra metra millibili var gat á girðingunni svo hægt væri að komast í þessi stórkostlegu Amerísku krækiber sem voru mun stærri, sætari og betri Ameríkumeigin en á Íslandi.

Nú hefur girðingin svipað gildi og Berlínarmúrinn.


Keflavíkurgirðingin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband