RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Hvar eru tröllin?

Áður fyrr voru mörg tröll á Íslandi og lifðu að mestu í sátt við aðra íbúa. 

Um land allt má fynna fjölmörg umerki um tröll á Íslandi.  Meðal annars földamörg skessusæti og ýmsar eyjar sem færðar hafa verið úr stað.

Íslensku tröllin voru allt nátttröll sem þoldu ekki sólarljós.  Ef sólin náði að skýna á tröll, breyttist tröllið samstundis í stein.  Það er ástæðan fyrir því að tröllin dóu út.

Á þessari mynd sem er tekin við Vík í Mýrdal er tröll sem dagaði uppi með þrímastra skútu í eftirdragi.


c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_my_pictures_reynisdrangar.jpg

Álka eða lundi

Þegar ég fór að fara reglulega á Látrabjarg að skoða fuglalífið var lundinn í uppáhaldi hjá mér. Marglit nefið sérstaklega. 

Eftir því sem ég fór að fara oftar fór mér alltaf að líka betur og betur við álkuna.

Það er eitthvað við sportrendurnar sem heillar.

Það er hægt að eyða mörgum dögum að skoða þessa fugla.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_lundi.jpg

Fleiri myndir

Önd á tjörn.

Í gegnum árin hefur alltaf verð vinsælt að gefa öndunum á tjörninni brauð.  Leikskólar jafn sem menntaskólar gera sér sér ferðir niður að tjörn með brauðpoka og gefa öndunum. 

Fuglalíf tjarnarinnar hefur alltaf heillað mig. 


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_ond.jpg

Vestasti flugvöllur Íslands.

Þessi mynd er tekin á vestasta flugvelli landsins og hugsanlega einn þann minnst notaða.  Flugvöllinn í Látravík. 

Hugsanlega verður vindpokinn endurnýjaður á næstu árum. 


c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_my_pictures_vindur.jpg

Frelsum embættismanninn

Í garði bak við Hótel Borg er ein af mínum eftirlætis styttum falin bak við rimla.

Ég held að við eigum að þakka embættismönnum þjóðarinnar fyrir þau verk sem þeir vinna og koma minnisvarðanum um óþekkta embættismannin á stað sem hann á skilið. 

 Ekki fela embættismanninn í litlum garði bak við rimla.  Það hljóta að vera til betri staðir.  Það er pláss um alla borg. 

Frelsum óþekkta embættismanninn


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_embaettismadur.jpg

Er þetta besti veiðistaður á Íslandi?

Til eru menn sem borga stórfé á hverju ári fyrir að fá að standa með veiðistöng og hugsanlega veiða örfáa fiska.

 Þarna er alltaf fisk að fá og veiðileifið kostar ekki krónu.

Ég held að þetta sé einn besti veiðistaður landsins.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_vei_imenn.jpg

Elliðaárstífla

Það er alltaf eitthvað róandi við að horfa á foss. 

Jafnvel þó fossinn sé ekki foss heldur yfirfall á stíflu.

 

 


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_stifla.jpg

Reykjavík

Í blíðviðrinu undanfarna viku hef ég farið hjólandi um borgina og skoðað það sem mér þykir merkilegt. 

Fuglar, kettir, fossar og byggingakranar.  Það er af mörgu að taka.

http://www.rfv.blog.is/album/Reykjavikurmyndir/

 


Millilent á fánastöngum

Leningrad.

Ein helsta perla Sovétríkjanna var Leningrad.  Gullfalleg borg þar sem gömul hús frá keisaratímanum og steinsteypuklumpar frá kommúnistatímum standa þar hlið við hlið.

 Í dag ráða kapítalistar ríkjum í borginni og hún heitir Pétursborg.

http://www.rfv.blog.is/album/Petursborg/


Laukskirkjan í Pétursborg

Boston

Boston er líklegast sú borg sem ég hef stoppað mjög styðst í.  Komið tvisvar og samanlagður tími nær ekki sólarhring.

Samt kann ég vel við borgina.

Denny Crane og Cheers. 

Hvað þarf borg að hafa meira.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_boston.jpg

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband