Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Þriðjudagur, 31. október 2006
Hafnarfjörður
Ég skrapp til Hafnarfjarðar og skoðaði höfnina og nágreni hennar.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í Hafnarfirði.
http://rfv.blog.is/album/Hafnarfjordur/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. október 2006
Gullfoss og Geysir
Ég fór að skoða Gullfoss og Geysi.
Góður staður til að fara þegar ég er þreyttur á Íslendingum.
Þar eru íslendingar alltaf í miklum minnihluta.
Ég sá strokk sjóða í Litla Geysi, Geysi slappa af og Strokk gjósa nokkrum sinnum.
Gullfoss er alltaf stórglæsilegur.
Ég held að Íslendingar mættu heimsækja landið sitt oftar.
Hér eru nokkrar myndir frá Gullfoss og Geysi http://rfv.blog.is/album/GullfossogGeysir/
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. október 2006
Skarfabakki
Á kvöldin þegar engin skip eru við Skarfabakkann myrkur og ekki ský á himni.
Þá veit ég ekki af hverju þarf að hafa kveikt á öllum þessum ljósastaurum til að lýsa stjörnur og norðurljós í burtu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Snúningsturninn
Allar borgir þurfa að eiga a.m.k. einn einkennisturn.
Reykjavík hefur Hallgrímskirkjuturn, París á Effelturnin, Piza á Skakkaturninn og Malmö á Snúnaturninn (Turning Torso)
Þrátt fyrir að turninn líti út fyrir að vera undinn er þetta einn flottasti turninn sem ég hef séð.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. október 2006
Köbenhavn
Síðustu helgi fór ég í heimsókn til Kaupmannahafnar.
Meðal annars fór ég í göngu undir leiðsögn Þorvaldar Fleming þar sem hann sýndi okkur það markverðasta sem Íslendingar geta séð.
Hér getur að líta nokkra af þeim dæmigerðu ferðamannastöðum sem allir sem koma til borgarinnar skoða. http://www.rfv.blog.is/album/Kaupmannahofn/
Einnig skrapp ég til Malmö hinumeigin við sundið og skoðaði snúningsturninn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)