RFV - Hausmynd

RFV

Menningarlegir flugeldar.

Á hverju ári breytist standlengjan frá gömlu höfninni að Laugarnestanga í eitt risastórt bílatæði.  Bílarnir byrja að koma sér fyrir um hálf ellefu og fara aftur um klukkustund síðar.  Klukkan ellefu byrjar sýningin sem allir hafa mætt til að sjá.  Risa menningarnætur flugeldasýningin.

Eins og fyrri ár fór ég að sjá.  Undanfarin ár verið að leita að rétta staðnum til að sjá sýninguna í stúkusæti.  Fjarri gangandi bílum með fullum ljósum.

Í ár fann ég staðinn.  Stúkusæti fjarri bílum og ökuljósum.

Við vorum ekki mörg sem höfðum látið okkur detta þessi góði staður í hug. Ég ætla ekki að segja hvar ég var.  Við vorum fá á þessum fína stað og ég vona að við verðum það aftur á næsta ári.

Eftir sýninguna hjólaði ég heim, framhjá kyrrstæðum bílum sem höfðu fært sig af grasinu yfir á götuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband