Mánudagur, 24. ágúst 2009
Maraþon og menning
Síðastliðinn laugardagur var einn af stóru dögunum í Reykjavík.
Um morgunninn fór Reykjavíkurmaraþon fram og hlupu tugir þúsunda mis langa hringi.
Eftir hádeigi hófst svo menningarnótt og töldu talnaglöggir teljarar að þegar mest var voru um hundraðþúsund manns í miðbænum.
Ég og myndavélin fórum á báða viðburði og fylgdust með.
Á Skothúsvegi og Lækjargötu hljóp maraþonið framhjá mér.
Fleiri maraþon myndir.
Á menningarnótt fékk ég mér gönguferð og skoðaði mótorhjól, hlustaði á hljómsveitir, leit við í bakgarðinn hjá Nikita þar sem nokkrir léku sér á hjólabrettum, sá Þursana í Hljómskálagarðinum og fylgdist salsanámskeið í Hellusundi.
Sjálfur get ég vart staðið á kyrrstæðu hjólabretti. Þessi gat mun meira.
Fleiri menningarnæturmyndir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.