RFV - Hausmynd

RFV

Er kongen hjemme

Um miðja síðustu öld var ungur íslenskur drengur á leið til Danmerkur með mikilvægan farm.  Hann átti að færa Danakonungi lax að gjöf.

Þrátt fyrir að danakóngur væri ekki lengur kóngur yfir Íslandi átti hann enn góða vini á landinu.  Einn þeirra sendi ungan son sinn með laxinn sem hann átti að færa konungi.

Í flugvélinni byrjaði drengurinn að hugsa.  "Hvernig á ég að ávarpa konunginn"  Hann komst að því að  "yðar konunglega hátign" væri réttasta ávarpið.

Restin af tímanum fór svo í að reyna að þýða það yfir á dönsku.

Þegar hann var kominn til Kaupmannahafnar hélt hann rakleitt að Amalíuborg og fann innganginn sem hafði verið lýst fyrir honum.

Hann hringdi dyrabjöllunni og var alveg tilbúin að ávarpa konunginn þegar hann kæmi til dyra.

Dyrnar opnuðust og til dyra kom einn af þjónum konungs.

Íslenski drengurinn sem átti von á því að kóngur kæmi til dyra með kórónu á höfði missti málið um stund en stundi svo upp "Er kongen hjemme?"

Lífvörður drottningar
Hér er einn af konunglegu lífvörðunum sem drengurinn þurfti að komast framhjá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband