RFV - Hausmynd

RFV

Lion-bar

Fyrir nokkrum árum var ég í Las Vegas.

Ég var á MGM Grand.  Hótel með 5001 herbergi, fullt af veitingastöðum, börum, skemmtistöðum og veglegt spilavíti á neðstu hæðinni.

Það hvarlaði stundum að mér að þeir Kasper, Jesper og Jónatan hefðu eitthvað með hótelið að gera. 

Á hótelinu var bar sem við Íslendingar kölluðum oftast Lion-Bar.  Nafnið fékk barinn vegna þess að hann var við hliðina á ljónabúri hótelsins. 

Yfirleitt virtust ljónin vera sofandi en af og til röltu þau um og horfðu áhugalaus út um gluggann.

Þó fannst mér lifna yfir einu ljóninu eitt augnablik.

Ég held að það hafi séð eitthvað sem það langiði að borða.

ljón

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband