RFV - Hausmynd

RFV

Garðskálinn

Það er vart til sá bær sem ég hef komið til í Bandaríkjunum sem er ekki með garðskála.

Ég hef í raun aldrei skilið tilganginn með þeim.

Þeir eru of litlir til að fólk geti safnast saman þar.

Þeir halda kannski vatni en engum vindi.

Einhvern tíman kemur kannski að því að ég skilji þá.

IMG_8353

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Runólfsson

Ein skýring gæti verið sú að sá sem byggði fyrsta garðskálann í heiminum hafi ætlað sér að byggja lítið sætt útihús en þá hafi komið kreppa og hann því ekki átt efni á hliðum og gluggum. Til að líta ekki illa út i augum samborgaranna sinna sem hafa hugsanlega lent verr í kreppunni hafi hann kallað þetta garðhús, enda húsið í garðinum sínum og hann hefur verið fljótur að finna það út að þarna gæti kvenfólkið staðið og rabbað saman án þess að hann eða einhver annar þyrfti að halda á sólhlíf yfir þeim til að vernda þær fyrir sólinni. Þannig hafi þetta orðið til og brátt orðið að hálfgerði tískuvöru og allir þurft að fá sitt garðhús.

Svo gæti verið einhver allt önnur ástæða.

Leifur Runólfsson, 23.10.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband