Föstudagur, 7. mars 2008
Chelsea traktor
Á Englandi er mikið talað Chelsea traktora.
Þetta eru ekki dráttarvélar eins og við þekkjum þær.
Chelsea traktorar eru ekki alvöru traktorar.
Chelsea traktorar eru stórir jeppar af ýmsum tegundum sem eru nær eingöngu notaðir innanbæjar og dæmi eru um jeppa sem hafa aldrei séð stærri torfærur en hraðahindrun.
Þegar gamla bílnúmerakerfið var í gildi á Íslandi, voru sér númeraplötur fyrir traktora. Traktorar í Reykjavík höfðu allir númerið RD.
Ég sá þennan jeppa um daginn.
Er bílnúmerið tilviljun?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.