Sunnudagur, 27. ágúst 2006
Rockville
Á miðnesheiði var þorpið Rockville.
Hluti af varnarsvæðinu og þar bjuggu um 120 amerískir hermenn.
Síðar var Birgið með endurhæfingarstöð á staðnum.
Í dag eru öll húsin farin. Það eina sem stendur eftir eru götur og grunnar.
Fyrr á árum voru íbúar Sandgerðis í góðu viðskiptasambandi við hermennina í Rockville.
Það var algengt að menn fóru inn í frystihúsið og fundu þar humarkassa sem engin var að nota og tóku hann með sér til Rockville og skiptu á humrinum og bjór.
Gengið var tveir bjórkassar í skiptum fyrir einn humarkassa.
Athugasemdir
Já ég var þar í sumar og tók myndir af grunnunum, sérstakt að standa þarna á berum grunni.
Birna M, 28.8.2006 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.