Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Hvað þýðir Ölfus?
Íslensk staðarnöfn eru mörg þannig að ekki er hægt með góðu móti að átta sig á hvað þýða.
Eitt af þeim nöfnum er Ölfus.
Ég hef ekki fundið út hvað það þýðir í raun en ég ætla samt að segja frá kenningu sem hjómar vel en er hugsanlega ekki sú rétta.
Eitt sinn voru þrælar Ingólfs Arnarsonar þyrstir og báðu um eitthvað að drekka. Ingólfur benti þeim á ánna sem þeir voru við og sagði að í henni rinni Öl.
Þrælarnir fengu sér sopa úr ánni en að sjálfsögðu var ekkert öl í henni.
Sagði þá einn þællinn "öl fuss".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.