RFV - Hausmynd

RFV

Hvaða hringur er þetta?

Þegar ég fór með hóp af erlendum ferðamönnum að skoða Gullfoss og Geysi stoppaði ég við Faxa.  Foss sem er vel falinn á leiðinni að Geysi. 

Við hliðna á fossinum eru réttir.

Ein úr hópnum spurði mig hvaða hringur þetta væri.

Ég útskýrið samviskusamlega fyrir henni að kindunum væri smalað saman á hverju ári og farið með í réttir.  Kindurnar færu í miðja réttina og svo myndi hver bóndi taka sínar kindur í sitt hólf og fara svo með þær heim á bæinn. 

Eftir þessa lýsingu kinkaði hún kolli og spurði mig síðan af hverju við fengum okkur ekki fjárheld fjárhús eða fjárheldar girðingar í kringum fjárhúsin svo við þyrftum ekki að eyða tíma á hverju ári til að leita að þeim um fjöll og fyrnindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband