Föstudagur, 2. febrúar 2007
Af hverju leiðist manninum.
Í Edinborg er minnismerki um Sir Walter Scott. Lögfræðing, þjóðernissinna og skáld.
Átta árum eftir hans dag voru hafnar framkvæmdir á minnismerki fyrir hann. Þetta skyldi ekki vera einhver lítil stytta eða skjöldur. Þetta átti að vera turn. Stæðsta mynnismerki sem reist hefur verð fyrri skáld í öllum heiminum.
Á neðstu hæð minnismerkisins er stytta af manninum.
Ef vel er skoðað sést að honum virðist leiðast.
Hann situr og virðist hugsa um aðra staði viðsfjarri.
Hann einfaldlega langar ekki að sitja þarna.
Eftir að hafa klifið öll 277 þrepin upp á efstu hæðina. Gegnum þrönga hringstiga for ég að skylja ef hverju manninum leiðist svona svakalega.
Ef ég sæti á neðstu hæð í mínu eigin húsi sem hefði þetta sórkostlega útsýni á efstu hæðinni og kæmist aldrei upp.
Ég væri hundfúll og leiður líka
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.