RFV - Hausmynd

RFV

Þetta eru víst framfarir

Í gegnum árin hafa ýmsar tískubylgjur gengið um heiminn. 

Þetta á líka við um arkitekta.

Sjöundi áratugurinn var einn sá versti í sögunni.  Þá fengu arkitektar margar slæmar hugmyndir.  Sem dæmi má nefna ljóta húsið milli Apóteksins og Hótels Borgar, gamla Morgunnblaðshúsið í Aðalstræti og hugmyndin að rífa öll húsin í Þingholtinu og byggja fullt af blokkum í stíl við Hallveigarstíg 1 í staðin.

Skorskir arkitektar voru  líka með háar hugmyndir.  Í Edinborg er hægt að sjá dæmi um undarlegan hugsanahátt.  Til stóð að losa borgina við öll þessi nítjándu aldar hús úr miðbænum og byggja stórglæsileg nýtísku hús.

Það átti ekki bara að byggja ný hús.

Heldur skal líka færa gangstéttir upp á hærra plan.

Upp á aðra hæð til að vera nákvæmur.

Arkitektarnir voru heppnir.  Á nokkurra ára tímabili kveiknaði í nokkrum af gömlu húsunum svo þeir gátu teiknað ný hús í staðin.

Sem betur fer urðu þetta bara 3 hús sem voru byggð með gangstétt á annari hæð.

Í dag standa þessi hús milli gömlu glæsibygginganna og gangstéttinn virkar hálf asnaleg á annari hæð.

Til hvers að færa gangstéttina upp á aðra hæð?

Ekki spyrja mig,  þetta heita víst framfarir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband