RFV - Hausmynd

RFV

Foss

Á Íslandi eru nokkrar Keflavíkur.

Ég skrapp í vestustu Keflavíkina í sumar.

Einn stærsti kosturinn við þá Keflavík er að hún er utan alfaraleiðar.

Fínn staður fyrir þá sem vilja vera einir með sjálfum sér.

Samt hugsa ég til allra þeirra sem óku framhjá afleggjaranum til Keflavíkur.

Þeir hafa aldrei séð þennan foss.

IMG_8435

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér finnst aðeins vanta upp á frásögn þína að þú segir nákvæmlega við hverja Keflavík þú átt. Ég held þó að þú eigir við Keflavík í Látrabjargi í Rauðasandshreppi en þangað hef ég aldrei komið, því miður, því í þeirri Keflavík ólst móðir mín upp til tvítugsaldurs. Hún var fædd í Kollsvík sem Kollsvíkurætt ber nafn af. Ég held ég fari rétt með að máltækið "það er sama úr hvorri Keflavíkinni ég ræ" eigi við þessa Keflavík og Keflavík sem mun vera á Snæfellsnesi í nánd við Hellissand. Máltækið lýsir því að frá báðum Keflavíkunum var örstutt á gjöful fiskimið í Breiðafirði.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.9.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband