Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Laugardagur, 28. júlí 2012
Feilspor Umhverfisstofnunar
Þegar farið er inn á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hlutverk hennar skýrt á einfaldan hátt.
"Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda."
Umhverfisstofnun hefur einnig sett sér markmið um í umhverfismálum og verð ég að segja að þau eru til mikillar fyrirmyndar.
Markmið Umhverfisstofnunar í umhverfismálum
- Innkaup stofnunarinnar verði byggð á stefnu ríkisins um vistvæ innkaup. Umhverfismerktar vörur og þjónusta verða valin umfram aðrar.
- Neikvæð umhverfisáhrif vegna notkunar á samgöngutækjum á vegum Umhverfisstofnunar verði lágmörkuð. Notkun á hráefnum, orku og vatni sömuleiðis. Árlega verður birt endurskoðað grænt bókhald stofnunarinnar hér á vefnum.
- Endurnýtanlegur úrgangur verði flokkaður og skilað til endurnýtingar.
- Spilliefnum verði skilað til viðurkenndra móttökuaðila.
- Fræðsla til starfsfólks um umhverfismál og innra umhverfisstarf verði aukin. Starfsfólk verði hvatt til þess að tileinka sér vistvænni lífsstíl.
Umhverfisstofnun hefur gert margt gott. Meðal annars hefur bíl verið skipt út fyrir rafmagnsvespu á Mývatni og tvö reiðhjól verið keypt fyrir styttri ferðir í Reykajvík. Þau gera sér grein fyrir því að allt smátt telur þegar kemur að umhverfisvernd.
Nýlega sá ég þó eitt feilspor sem stofnunin hefur tekið í sínum samgöngumálum.
Á Bjargtöngum starfar landvörður á vegum umhverfisstofnunar og eftir því sem ég fékk séð vinnur hann og hópur sjálfboðaliða mikið og gott starf þar.
Landvörðurinn hafði til umráða bíl sem að við fyrstu sýn er fullkominn í það sem hann er ætlaður. Fjórhjóladrifin pallbíll sem gengur fyrir metangasi.
Kostir metanbíla eru að þeir menga minna, eru ódýrari í rekstri og nýta innlendan orkugjafa. Með öðrum orðum þá mætti halda að þessi bíll væri umhverfisvænasti kosturinn í verkið.
Þrátt fyrir að aftaná bílnum standi stórum stöfum að þetta sé metanbíll er staðreyndin sú að þessi bíll er ekki metanbíll.
Þetta er bensínbíll með V6 mótor.
Ekki að ég sé að ásaka hið góða fólk sem hjá starfar umhverfisstofnum um ósannindi. Þessi bíll er vissulega með metantank og vél sem getur gengið fyrir metangasi. Vandamálið er að það eru rúmir 400 kílómetrar í næstu metandælu og þegar metangasið á klárast á tanknum tekur bensínið við. Það vita allir sem vilja vita að sex strokka bensínbíll hvorki hagkvæmasti né umhverfisvænasti kosturinn.
Í þessu tilfelli hefði pallbíll með sparneytinni diselvél hentað mun betur.
Bloggar | Breytt 30.7.2012 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)