RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Hjólað í vinnuna

Sumir hjóla í vinnuna.

Aðrir hjóla í vinnunni.

IMG_7549

Krossviðarhöllin

Í Boston er 60 hæða skrifstofuturn. 

Í upphafi þótti þetta vera einn glæsilegasti glerturn sem sést hafði sunnan Norðurpóls.

Það eina sem skyggði á glæsileika glerturnsins var árátta glugganna að yfirgefa ramman og hrapa til jarðar.

Í glers stað var krossvið komið fyrir í götunum og turninn fékk nafnið Krossviðarhöllin.

Í dag eru áratugir síðan síðasta rúðan tók flugið en nafnið loðir enn við.

IMG_7555

Bretti

Þótt brimið hafi ekki verið mikið og öldurnar ekki háar var hægt að renna sér í briminu.

Svo þarf ekki stórar öldur til að detta af brettinu.

IMG_7683

Fjársjóðsleit

Það leynast fjársjóðir í sandinum á ströndinni.

Með réttu græunum er hægt að finna þá og grafa upp.

IMG_7715

Þoka

Eftir að hafa ráfað um stóran hluta af Boston góðan hluta úr degi kom ég niður á höfn hélt ég að gleraugun væru með móðu.

Fljótlega áttaði ég mig á því að ég geng ekki með gleraugu. 

Þokan var komin.

IMG_7636

Stigi

Nýlega skoðaði ég Vatnshelli á Snæfellsnesi.

Hellirinn er með kjallara.

Með háum hringstiga sem nær alla leið niður og alla leið upp.

hellir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband