Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Fugl í felum
Ég sá þennan fugl á flugi fyrir utan gluggann hjá mér.
Einn köttur vildi fá að leika við hann en fuglinn flaug upp í tré og reyndi að blandast umhverfinu.
Ef vel er gáð sést fuglinn á myndinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. mars 2009
Gæðum misskipt
Um helgina snjóaði.
Það snjóaði ekki mikið í Reykjavík en nóg til að jörðin varð hvít í nokkrar mínútur.
Þó virtist snjórinn ekki setjast jafnt niður alstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. mars 2009
Krummi
Þegar ég er á Látrabjargi þá get ég setið tímunum saman og horft á lunda, álkur og ritur.
Þegar ég er kominn í bæinn þá er það krumminn sem ég stoppa hjá og fylgist með.
Það er engin rökrétt ástæða fyrir því af hverju krumminn heillar mig.
En það er alltaf þess virði að stoppa og horfa á hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. mars 2009
Hvernig fór ég að þessu?
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það geta allir tekið stórkostlegar myndir á hvaða myndavél sem er.
Ég geng meir að segja svo langt að segja: "Ef þú lætur 10 apa fá 10 einnota myndavélar með 36 mynda filmum, er næstum öruggt að a.m.k. einn apinn mun taka eina stórkostlega mynd. Hinar 359 myndirnar verða líklegast algert rusl."
Eftir því sem færnin á myndavélarnar eykst og tækjabúnaðurinn batnar aukast vissulega líkurnar á góðum myndum og þeir allra bestu geta náð mjög góðum myndum því sem næst í hvert skipti.
Sjálfur er ég mitt á milli.
Ég tel að ég kunni þokkalega vel til verka og tek að eigin sögn margar mjög góðar myndir. Reyndar tek ég fullt af slæmum myndum líka en ég er ekki að sýna þær af augljósum ástæðum.
Fyrir nokkrum árum var ég á göngu um miðborg Birmingham. Þegar ég gekk yfir brú ákvað ég að smella af einni mynd.
Þegar ég kom heim á hótel stakk ég myndavélinni í samband við tölvuna og fór að skoða afraksturinn.
Þegar ég kom að myndinni sem ég tók á leiðinni yfir brúnna gat ég ekki annað en horft á myndina og spurt sjálfan mig spurningarinnar sem ég spyr enn í dag.
Hvernig fór ég að þessu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Það sást skip á sjó
Þegar eitthvað sem ekki sést daglega birtist, virðast allir þurfa að fara út og taka myndir af því.
Þýska skólaskipið Groch Fock varpaði akkeri í sjóinn við Laugarnestangann og fjaran varð snögglega þéttskipuð af myndasmiðum af öllum stærðum og gerðum. Allt frá tónlistarhúsinu að dælustöðinni við Skarfagarða.
Skipverjarnir á skipinu hafa líklegast skemmt sér vel við að fylgjast með öllu fólkinu því þeir sungu svo glatt að það heyrðist í þeim alveg upp á land.
En hvað er það sem veldur því að allir þurfa að taka myndir af sama hlutnum?
Á meðan þið veltið því fyrir ykkur getið þið skoðað eina af fimmtíu myndum sem ég tók af þrímastra skútunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Norðurljósin komu í gær
Í gærkvöldi sá ég norðurljós í fyrsta skipti í langan tíma.
Þá sjaldan að það hefur verið heiðskýrt sendir sólin ekki frá sér réttu geislana og það sést fátt annað á himni en tungl og stjörnur.
Í gær voru réttar aðstæður og norðurljósin skinu yfir Reykjavík.
Vonandi kemur meira í kvöld.
Þessi mynd var tekin haustið 2007 þegar við höfðum efni á svona sýningum á hverju kvöldi.
Fleiri myndir af norðurljósum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Brunahaninn
Á miðri götu á Urriðaholti fann ég þennan brunahana.
Langt frá öllu sem gæti logað.
Ég veit ekki alveg hver tilgangurinn með honum er þarna.
Ég hef aldrei séð nógu langa brunaslöngu til að ná að næsta húsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. mars 2009
Ég er ekki alveg viss
Ég fór upp á Urriðaholt.
Á toppnum fann ég þetta listaverk.
Hvað þetta á að vera og hvað þetta er.
Ég er ekki alveg viss.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. mars 2009
Hestar
Það eru mörg ár síðan ég fór síðast á hestbak.
Hestamennskan hjá mér byrjaði á hestanámskeiði á Þúfu fyrir rúmum 20 árum.
Þar lærði ég að sitja hest á feti, brokki, tölti og stökki.
Ég var í viku og komst í gegnum síðasta daginn án þess að detta af baki.
Síðan þá ef ég getað nýtt mér kunnáttuna í gangtegundum og lært að hanga á baki á skeiði.
Ég hef líka dottið af baki og hestur dottið á bakið á mér. Bæði ég og hestur sluppum óskaddaðir.
Þessir hestar tengjast lýsingunum að ofan ekki á neinn hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. mars 2009
Lóan er komin
Nú er lóan, vorboðin ljúfi komin til landsins til að kveða burt snjóinn.
Sjálfur hef ég alltaf verið vetrarmaður.
Ég vil hafa snjóinn sem lengst.
Nú hef ég gefið upp á bátinn að sjá meiri snjó í vetur.
Ég held að líkurnar á þessari sjón séu hverfandi það sem eftir lifir vetri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)