RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Stillansar utanum turn

Ég sá Hallgrímskirkjuturn umvafin stillansum.

Ég held að þetta sé einhver tíska.  Í Rússlandi sá ég nokkra kirkjuturna með sama efnisvali.


Hvalur

Við Reykjavíkurhöfn eru nokkrir mis ryðgaðir Hvalir.

Mér hefur alltaf þótt það merkilegt að fyrirtækið heitir Hvalur, allir bátarnir þeirra heita Hvalur og svo veiddu þeir hval.

Skildi vera til fyrirtæki sem sérhæfir sig í þorskveiðum og heitir Þorskur?


Dyrhólaey

Flestir sem koma í Dyrhólaey horfa á og taka myndir af gatinu í klettinum.

Ég var þannig líka.

En eftir smá stund horfði ég í hina áttina og skoðaði vitann.


Gott kennileiti

Rétt hjá hóteli sem ég var á í Birmingham voru þessar tvær blokkir. 

Ég hélt að þetta væri gott kennileiti til að finna hótelið.

Þegar ég ákvað að ganga heim úr miðbænum gekk ég í áttina að turnunum.  Fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að á víð og dreif í kringum miðbæinn voru nákvæmlega eins turnar . 

Það kvöld tók mig klukkutíma að ganga 5 mínútna leið.


Rétt klukka

Margir eru uppteknir af tímanum.

Miklu máli skiptir að klukkan sé sem réttust.

Samt virðast flestir gleyma því að klukka sem er stopp er alltaf rétt, tvisvar á sólarhring.


Flugvélin og Friðarsúlan

Á gamlárskvöld tók ég eftir flugvél sem flaug í hringi yfir borginni á meðan flugeldasýningin stóð sem hæst.

Mest var þó spennan að fylgjast með henni þegar hún stefndi beint á friðarsúluna.

IMG 9683

Krotað með stjörnuljósum

Rétt á meðan ég leit niður frá flugeldunum á gamlárskvöld gekk hópur framhjá sem krotaði í loftið með stjörnuljósum.

IMG 9566

Áramót

Áramótin gengu í garð með hefðbundinni flugeldasýningu. 

Ég kom mér fyrir á bak við myndavélina og horfði til himins.

IMG 9688
Fleiri myndir frá áramótunum


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband