Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fimmtudagur, 4. september 2008
Á lofti
Fyrir sumar íþróttir þarf að byggja sérhæfðar byggingar og fyrir aðrar þarf sérhæfðan búnað.
Svo eru þeir sem þurfa ekki annað en það sem er í kringum þá á hverri stundu og allt loftið í kring.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Rétt lýsing
Það er oft sagt að með réttri lýsingu sé hægt að láta næstum allt lýta vel út á mynd.
Ég er sammála því.
Blokkin hér að neðan er gott dæmi um það.
Aðeins minni birta og öll ljós slökkt í húsinu.
Þá væri myndin betri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Loftnet
Oft þarf að beita lagni til að ná sambandi með sjónvarpsloftneti.
Sjálfur hef ég staðið uppi á skorsteini beinandi loftneti í allar áttir og fengið beina lýsingu á myndgæðum í símann.
Ég veit um eitt hús á afskektum stað þar sem lausnin var ekki sú að setja loftnetið upp á þak.
Eina lausnin var sú að setja loftnetið upp á hól í nokkur hundruð metra fjarlægð frá húsinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
Sólsetur
Það er hægt að fylgjast endalaust með því þegar sólin er að setjast.
Einhverra hluta þá hef ég aldrei tekið eins mikið eftir því þegar sólin rís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)