RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þröstur

Ég sá þennan þröst standandi fyrir utan gluggann hjá mér í sumar.

Hann virtist vera að stara inn um gluggann.

En þegar betur var að gáð þá var hann steinsofandi. 

Hann vaknaði stuttu síðar og flaug á braut.

IMG 2352

Rústir

Ferðamenn ferðast um allan heim til að skoða hús sem eru löngu hrunin.

Þá kallast þau rústir.

Ég fann afganginn af gömlu íslensku húsi.

Það eru líka rústir.

IMG 4416

Sjóræningjar

Á Patreksfirði sá ég sjóræningjahús.

Þar höfðu sjóræningjar flaggað í fána sínum.

Mér var bent á að hafa engar áhyggjur. 

Það væru engir sjóræningjar þarna.

Þetta væri Sjóræningjasafnið.

IMG_4157

Lundi

Það vita allir sem þekkja mig að ég hef mikið dálæti á lundanum.

IMG 3159

Brú milli húsa

Í sitthvorri stórborginni sá ég brýr á milli húsa.

Ef ég er á jarðhæð í öðru húsinu og ætla á jarðhæð í hinu húsinu.

Er þá ekki betra að ganga yfir götuna.


Ferðast með stæl

Löngu áður en allt það sem við teljum nauðsynlega hluti í bílum voru fundnir upp voru bílarnir flottir.

Það þarf ekki ABS, SRS, ESD, HPI, DSC og hvað allar hinar skammstafanirnar heita til að geta ekið um með stæl.

IMG 1450

Undir berum himni

Stundum þarf hvorki þak né veggi til að búa til kennslustofu.

Þessa kennslustofu fann ég á miðju torgi í París.


Hvolpurinn

Þegar ég fór síðast í sveitina sá ég þennan hvolp.

Hann hafði komið sér fyrir undir stiganum og tók á móti öllum sem komu inn.

125

Nautahlaup

Á hverju ári hópast fólk saman og hleypur með nautum á Spáni.

Ég fór á nautabú síðustu helgi.

Nautin þar höfðu ekki nokkurn áhuga á því að hlaupa.

Ég var alveg sáttur við það.

166

Tilbúin fyrir flugtak

Ég sá þessa hænu tilbúna fyrir flugtak.

Stuttu síðar flaug hún niður af vírnum.

Miðað við það hvernig hún flaug niður skil ég ekki hvernig hún gat flogið upp.

139

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband