RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Grænn sjór og hvítir klettar.

Einusinni hélt ég að sjórinn væri bara grænn í útlöndum og að klettar gætu ekki verið hvítir.

 Rétt fyrir utan Bíldudal fann ég þennan stað.

Sjórinn var grænn yfir hvítum sandi og fuglarnir hafa málað klettana með guano. 

DSCF0153

Rennandi vatn.

Mér hefur alltaf þótt eitthvað róandi við að fylgjast með vatni renna.

Jafnvel þó vatnið komi rennandi úr ræsi

Hér eru fleiri myndir af rennandi vatni á Vestfjörðum.


Selárdalur

Ég fór að skoða Selárdal þar sem listaverk og byggingar Samúels Jónssonar eru. 

Í dag er búið að gera upp stytturnar hluta af húsunum.

Rétt hjá bjó Gísli á Uppsölum, einn frægasti einbúi þjóðarinnar.

Hér eru fleiri myndir úr Selárdal


Gamla hvalstöðin

Á Suðureyri við Tálknafjörð eru leifar af gamalli hvalstöð.

Þökin eru öll farin, megnið af veggjunum en strompurinn stendur.

Hér eru fleiri myndir frá Suðureyri


Ryð

Ryð er oftast endir á lífi hluta.

Í sumum tilfellum þá gefur ryðið hlutum nýtt líf.

Hér eru fleyri ryðgaðar myndir


Fuglaskoðarar

Þegar ég fer á Látrabjarg að skoða fuglana þá er stundum áhugaverðara að skoða hina fuglaskoðarana.

Oft eru þeir með ansi stórar linsur til að ná myndum á litlum fuglum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband