Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Teygðir vængir
Lundinn var nýlentur á bjargbrúninni og teygði á vængjunum áður en hann settist niður og horfði á hafið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Algengasti fugl á Íslandi
Þegar ég var yngri skildi ég ekkert í því af hverju lundinn væri algengasti fugl á Íslandi.
Ég hafði aldrei séð lunda nema á myndum.
Núna sé ég lundann reglulega og tek myndir af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Á sundi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. maí 2007
Undir Bjarnarnúp
Ég fór í siglingu undir Bjarnarnúp.
Það eina sem er betra en að vera á toppi fuglabjargs er að sigla undir það.
Álkur, skarfar og fleiri fuglar fljúga, sitja og synda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2007
Leyndarmál fuglaskoðunnar
Sumir setjast niður í öruggri fjarlægð og horfa á fuglana með öflugum sjónaukum og taka myndir með öflugum aðdráttarlinsum.
Ég senst niður við hliðina á fuglinum.
Fuglinn flýgur í burtu.
Ég bíð í nokkrar mínútur og fuglinn lendir aftur á sama stað.
Við hliðina á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Litlu ljótu andarungarnir
Ég sá þessa tvo fugla fljúga framhjá mér.
Eitt sinn voru þeir litlir ljótir andarungar.
Í dag kallast þeir svanir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Látrabjarg
Síðustu helgi skrapp ég á Látrabjarg.
Lundinn er kominn.
Eins og venjulega settist ég nálægt bjargbrúninni og skoðaði meðal annars lunda, seli og skipaumferð.
Hér er einn lundinn nýlentur.
Hér eru fleiri myndir úr ferðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Gamla gildran
Það er ekkert nýtt að menn reyni að veiða ref.
Þessa refagildru fann ég á uppi á miðri vestfirskri heiði.
Hlaðna úr grjóti á síðustu eða öldinni þar á undan.
Oft er það ekki nýjasta og tæknilegasta dótið sem skilar besta árangrinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. maí 2007
Sjóferð
Í síðustu viku fór ég með Breiðafjarðarferjunni Baldri yfir Breiðafjörð.
Lagt var af stað frá Stykkishólmi.
Farin var hefðbundin leið með stoppi í Flatey.
Í Flatey fengu eyjaskeggjar sinn skammt af torfi og öðrum nauðsynjum.
Að lokum fórum við í land á Brjánslæk.
Hér eru fleiri myndir frá sjóferðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. maí 2007
Brú milli Evrópu og Ameríku
Fyrir nokkrum árum sá ég þátt um hugmyndir um gangagerð milli Evrópu og Ameríku.
Þetta sáu menn að væri jafnvel framkvæmanlegt í nánustu framtíð.
Á Íslandi fengu menn þá hugmynd að reisa brú milli Evrópu og Ameríku
Núna nokkrum árum síðar hefur brúin verið reist á Reykjanesi.
Brú milli tveggja heimsálfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)