Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Föstudagur, 6. apríl 2007
Húsið sem fór ekki.
Ég sá í fréttum að húseigendur í Kína hafi ákveðið að fara hvergi og selja ekki svo hægt væri að byggja nýtt stórhýsi á lóðinni. Húsið stóð eitt og sér uppi á hól í risastórum grunni.
í Skuggahverfinu í Reykjavík hafa húseigendur líka ákveðið að standa á sínu. Það er búið að byggja ný og stór hús til hægri, vistri og fyrir aftan. En gamla húsið fer hvergi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Staðið á staur
Þessum vinum munaði ekki um að deila ljósastaurnum með sér og njóta útsýnisins yfir höfnina í Sandgerði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Húsið sem var.
Ég fór framhjá þessu fyrrverandi húsi. Húsi sem eitt sinn hafði þak og veggi sem náðu upp að þaki.
Þetta fyrrum hús er betur málað en mörg önnur hús sem hafa bæði þak og háa veggi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Langa leiðin á flugvöllinn
Um helgina fór ég á Keflavíkurflugvöll. Ég ákvað að fara löngu leiðina, Vatnsleysuströndina og gegnum Garð og Sandgerði.
Á leiðinni sjá ég kirkjur, þrjá vita og strandað skip í fjöru.
Hér eru nokkrar myndir af því sem ég sá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Hvað er hægt að gera við Wilson Muuga?
Ég átti leið framhjá Wilson Muuga um helgina. Núna er verið að ræða hvernig eigi að taka skipið úr fjörunni, hver eigi að borga fyrir það og hvert eigi að fara með það.
Ég er helst á þeirri skoðun að það eigi að nýta skipið þar sem það er. Það væri hægt að nýta það sem hótel, veitingastað, safn eða í raun hvað sem er. Þetta gæti verið góð viðbót við ferðamannaþjónustuna á svæðinu.
Eitt er víst. Ég hef aldrei séð eins mikið af íslenskum ferðamönnum á þessu svæði áður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)