RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Krísuvík

Ein af þeim náttúruperlum sem eru í nágreni Reykjavíkur er Krísuvík.

Svæði mótað af eldgosum og jarðhita.

Svæði sem ég mæli eindregið með að skoða.

Hér eru fleiri myndir frá Krísuvík


Skrítna húsið

Fyrir daga Hvalfjarðarganga og malbiks var Hvalfjörðurinn langt ferðalag.

Einn af þeim stöðum sem ég horfði sem áhugasamastur á var skrítna húsð.  Hús sem var svo skrítið að ég gat ekki séð að nokkur maður gæti átt heima þarna.


Ferðaþjónustuhundur

Við Reynisfjöru hefur einn hundur tekið að sér hlutfverk í ferðaþjónustu.

Hundurinn gengur með ferðamönnunum um fjöruna og sýnir þeim stuðlabergið.


Hvaða fugl er nú þetta?

Á sjóstangveiði móti í fyrra var einn maður að keppa í fyrsta skipti.

Hann hafði verið til sjós á yngri árum og kunni því ágætlega til verka.

Eitt skiptið horfði hann forviða út á sjóinn og benti á fugla sem eltu bátinn í ætisleit.

"Hvaða fugl er nú þetta?"

Hér að neðan er mynd af samskonar fugli.


Gott útsýni

Það er alltaf gott að skoða útsýnið frá hærri stað.


Veiðitímabilið að hefjast.

Mér líður alltaf vel úti á sjó með veiðistöng.

Veiðitímabilið hefst hjá mér um næstu helgi.


Hoppa hæð sína

Sumir eru hræddir við mýs.

Jafnvel svo hræddir að þeir stökkva upp á stól, borð eða eins langt frá músinni eins og hægt er.

Hvort þessi köttur hafi séð mús er ég ekki alveg viss.


Stórt verk framundan.

Það virðist vera eins og litli götusópurinn eigi stórt verkefni fyrir höndum.


Sumardgurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti var í gær.

Þá hópaðist fólk um allt land í skrúðgöngur.

Síðasta vetrardag æfði þessi hópur sig fyrir átök morgunndagsins.

ganga

Stór dagur

Í gær var stór dagur hjá slökkvuliðinu.  Fyrst börðust þeir við eld í miðbænum og næst við heitt vatn á Vitastígnum.

Ég er þakklátur fyrir að hafa þessa frábæru menn á vakt fyrir okkur allan sólarhringinn.



Myndir úr miðbænum


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband