Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Lauksþak
Í Rússlandi eru nær allar kirkjur með turnspírur sem líta út eins og laukur.
Þegar ég fór þangað skildi ég ekkert í þessu lagi á spírunum.
Eftir að hafa hugsað um þetta í langan tíma spurði ég einn innfæddan að því af hverju þakið væri svona í laginu.
Þá var mér bent á að þar sem snjóar mikið væri ekki hægt að hafa hefðbundnar hvelfingar þar sem snjórinn safnast fyrir og þakið hrynur út af þunganum.
Með laukslaga turnspíru rennur snjórinn sjálfur niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Ljóta blokkin
Í Pétursborg sá ég mörg glæsilegustu hús sem ég hef nokkurntíman séð. Þar sá ég líka nokkur ljótustu hús sem ég hef séð.
Þessi turn er í seinni flokknum.
Þrátt fyrir að hafa séð teikningu af þessum turni og hvernig hann kemur til með að líta út, sá einhver ástæðu til að byggja hann.
Húsið hefur aldrei verið málað og mér er ómögulegt að skilja af hverju það hefur ekki hrunið eða hvernig það heldur jafnvægi.
Ég held að ég myndi ekki þora upp á 18 hæð. Sama hversu glæsilegt útsýnið væri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Plássleysi
Í París eru nær allar götur yfirfullar af bílum.
Ekki hjálpar til að göturnar eru flestar allt of þröngar og hannaðar fyrir hestvagna.
Svo troða þeir risa styttum á miðja götuna til að minnka plássið en meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
Dyrabjallan
Sá þessa dyrabjöllu í Kaupmannahöfn.
Það skiptir ekki máli þó það sé rafmagnslaust.
Þessi bjalla virkar alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. desember 2007
Ormurinn langi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)