Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
Laugardagur, 19. ágúst 2006
Reykjavíkurmaraþon
Í dag fór fram Reykjavíkurmaraþon Glitnis.
Ég tók ekki þátt en fylgdist með af áhuga.
Það er ekki á hverjum degi sem þúsundir manna hlaupa frá 3 og upp í 42 kílómetra.
Þessir herramenn fóru létt með 21 km.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. ágúst 2006
Er búið að skarfa þennan?
Hjá manni einum var mesta skammaryrði sem hann gat gefið nokkrum manni var skarfur.
Væri einhver kallaður skarfur, þýddi það bara eitt. Maðurinn var fallinn í ónáð og átti sér enga von um að hljóta uppreisn æru.
Var þá sagt að búið væri að skarfa manninn.
Örsjaldan tókst mönnum að vinna sig í upp aftur. Þurftu menn oft að leggja mikið á sig til að hjóta náð aftur.
Þeim fáu sem það tókst voru afskarfaðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Kurteisi fugla
Eitt sinn sat ég á bjargbrúninni og ætlaði að taka hina fullkomnu lundamynd.
Ég fikraði mig hægt og rólega nær fuglinum og mundaði myndavélina.
Þegar ég smellti af var fuglinn floginn.
Það er lágmarks kurteisi að bíða meðan myndin er tekin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. ágúst 2006
Síðsumarkvöld
Nokkrar myndir teknar í hjólreiðaferð á síðsumarkvöldi í Reykjavík.
http://rfv.blog.is/album/Sidsumarkvold/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. ágúst 2006
Sumarfríið
Ég er kominn aftur til byggða eftir tvær vikur á vestasta odda landsins. Hér eru nokkrar myndir af því sem fyrir augun bar í fríinu.
Lundar, kríur, þyrlur, selir o.fl.
http://www.rfv.blog.is/album/Sumarfri/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. ágúst 2006
Ég er kominn til byggða
Ég er nýkominn aftur til byggða með fulla myndavél af myndum frá Látrabjargi og nærsveitum. Næstu daga ætla ég að koma þeim inn á netið.
Hér er mynd af fugli sem reyndi að gogga í hausinn á mér og reyndi að gefa mér sýnishorn af guanó.
Fuglinum var fyrirgefið.
Krían er einfaldlega stórglæsilegur fugl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)