Föstudagur, 2. október 2009
Er þetta hinn íslenski Þursaflokkur?
Á menningarnótt passaði ég mig á því að mæta á réttum tíma í Hljómskálagarðinn til að hlusta á hinn íslenska Þursaflokk leika alltof fá lög.
Ég kom mér fyrir á góðum stað rétt við sviðið tilbúin að hlusta á þá leika sitt þjóðlagaskotna progrokk og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Það eina sem skyggði á gleðina var að unga fólkið í kringum mig virtist ekki alveg vita hvaða hljómsveit væri þarna á sviðinu.
Einn unglingur við hliðina á mér leit á mig í miðjum Skriftargangi og spurði mig hvort þetta væri hinn íslenski Þursaflokkur.
Það eina sem ég gat huggað mig við, var að þrátt fyrir að vita vart hverjir spiluðu á sviðinu. Þá líkaði honum það sem hann heyrði og ætlaði að hlusta á þá aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.