RFV - Hausmynd

RFV

Bláalónsáskorun

Á morgunn er Bláalósnsáskorun Hjólreiðafélags Reykjavíkur.  Ég ætla að taka þátt og hjóla 40 km.

Í fyrra tók ég þátt í fyrsta skipti.  Hafði í raun ekki hugmynd um hvaða vitleysu ég var að fara útí.

Í ár veit ég hvað ég ég er að fara að gera og stefni á að bæta tímann um a.m.k. klukkutíma.

Ég held að það sé ekki svo fráleitt markmið því ég er búin að æfa mig betur en í fyrra og er með nýjar slöngur í dekkjunum.  Í fyrra fóru 40 mínútur í að laga sprungið dekk svo ég þarf ekki að bæta hjólatímann nema um 20 mínútur.

blaalon
Hér er ég nýkominn í mark í fyrra. 
Afreksögu fyrra árs má lesa hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband