Laugardagur, 2. maí 2009
1. maí.
Í gær var 1. maí.
Ég fór í miðbæinn og skoðaði það sem fyrir augun bar.
Þar hlustaði ég á mis skemmtilegar ræður sem var mjög misjafnlega vel tekið.
Til að bjarga skemmtuninni voru tónlistaratriði milli ræðumanna. Lúðrasveit Verkalýðsins og 200.000 Naglbítar fluttu nokkur lög og Sigtryggur Baldursson og félagar börðu á parabólur.
Til að sjá þetta alltsaman fylltist Austurvöllur af mótmælendum, meðmælendum og þeim sem komu bara til að skoða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.