Þriðjudagur, 15. september 2009
Alvöru veitingar
Á lokahófum Evrópu og heimsþinga JCI hefur maturinn verið mjög misjafn.
Stundum höfum við fengið mat sem hefur verið teiknaður á diskana svo flestir hafa orðið svengri af því að borða en svelta. Líka hefur það gerst að við höfum fengið mat sem bragðaðist ekkert allt of vel.
Oftast er hann þó góður og velútilátinn.
Í Maastricht 2007 var maturinn þó bestur af öllu. Ég gat valið um nokkrar tegundir frá ýmsum heimshornum. Ég ákvað að fara beint í pylsuvagninn og fá pylsur og franskar.
Þar varð ég saddur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.