Föstudagur, 24. apríl 2009
Dróttkvætt hús
Á fyrri hluta síðustu þúsaldar fóru margir á fund Noregskonungs og fluttu fyrir hann dróttkvæðar vísur.
Oft þurfti konungur að spyrja ráðgjafa sína hvort þetta væri vel ort áður en hann gat hrósað skáldinu.
Sum hús virðast vera dróttkvæð.
Ég sá þetta hús fyrir nokkrum árum í Birmingham.
Ég hef ekki hugmynd hvaða hús þetta er eða hvað fer fram inni í því.
En ég veit að þetta er eitt af þeim húsum sem þú þarft að hafa vit á arkitektúr til að vita hvort það sé flott eða ekki.
Sjálfur er ég ekki viss svo ég ætla að finna arkitekt og spyrja hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.