Miðvikudagur, 6. maí 2009
Sjóstangaveiðimenn að sunnan
Á einu sjóstangaveiðimótinu var ég að tala við skipstjórann á bátnum sem ég var á.
Þetta var fyrsta mótið hans. Upphaflega leist honum ekkert á þetta.
Fara að sigla út á haf með fullan bát af "hobbyveiðimönnum að sunnan", eins og hann kallaði þá.
Hann hafði satt best að segja enga trú á þessum mönnum sem voru komnir til að leika sér á bátnum hans. Hann sá framá að það færi meiri tími í að dreka kaffi en að veiða.
Fljótlega eftir að veiðar byrjuðu komst hann svo að því að þessir menn voru ekki komnir til að leika sér. Þetta var alvöru keppni.
Hér má sjá nokkra veiðimenn að sunnan nýkomna í land.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.