RFV - Hausmynd

RFV

Beðið eftir að eitthvað gerist.

Fyrir rúmu ári fór ég Gullhringinn með hóp af ungum útlendingum. 

Þegar þau voru búin að sjá Þingvelli og Gullfoss var stefnan sett á Geysi.

Ég sagði þeim að Geysir gysi ekki svo oft lengur.  Það gerðist í raun örsjaldan. 

Til að hressa þau sem áttu sér þann draum æðstan að sjá alvöru goshver sagði ég þeim að Strokkur gysi á hverjum degi klukkan þrjú.

Augnabliki síðar heyrðist neyðaróp aftan úr rútunni.  "Klukkan er hálf fjögur!"

Þeim leið strax mun betur þegar þau heyrðu að hann gysi reglulega allan daginn og á nóttunni líka.

Þegar rútan stoppaði hljóp allur hópurinn að Strokki og beið eftir að gosið myndi byrja.

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim sem hafa aldrei séð gos áður stara á hverinn og þora ekki að blikka augunum af ótta við að missa af einu augnabliki.  Svo kemur sælusvipurinn þegar gosið er byrjað.  Strax og gosinu lýkur bíður fólkið aftur spennt eftir næsta gosi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband